Hvolpurinn
Fyrsta æviár hvolpsins
Sem hundaeigendur er það mikilvægt að þið hafið innsýn í þroskaferli hvolpsins. Þið gefið hvolpinum ykkar bestu byrjunina á lífinu með því að móta hann og láta hann umgangast fólk á réttum tímabilum. Þegar þið eruð fróðari um þróun hundsins ykkar tryggið þið gott og jákvætt samband við hundinn ykkar sem byggist á trausti, virðingu og gleði. Lesið hér um þróun hvolpsins fyrstu árin.
0 – 3 vikna: Fæðing og þróun skynfæra
Fyrstu dagana á tíkin að hafa frið og ró og geta gætt hvolpanna sinna án þess að verða fyrir ónauðsynlegri truflun. Hvolparnir hafa nóg að gera við að sjúga, sofa og halda á sér hita. Það er mjög mikilvægt að hvolparnir séu í nánu sambandi í hina hvolpana en ekki síst móður sína. Þegar hvolparnir eru að verða þriggja vikna er kominn tími til að uppalarinn taki hvolpana upp daglega og byrji að venja þá við menn.
Á fyrstu vikunum er miðtaugakerfi hvolpsins nánast óvirkt. Hvolparnir eru móttækilegir fyrir mjög litlum og einföldum upplýsingum eins og hugarástandi tíkurinnar auk þess sem þeir bregðast við kulda og hita. Eftir 10 – 14 daga fara hvolparnir að fá augu en þeir sjá mjög illa fyrstu vikurnar eftir að augun hafa opnast. Hvolparnir finna lykt, heyra og byrja að skríða og í lok þessa tímabils fara þeir að ganga.
3 – 5 vikna: Tímabil tegundaraðlögunar
Þegar hvolparnir er u.þ.b. 3 vikna gamlir fara þeir að læra hvað tegund þeir tilheyra. Hvolpurinn þarf sem sagt að læra að hann tilheyri tegundinni hundur en hann þarf líka að samþykkja að maðurinn sé hluti af hópnum því uppalarinn á nú að meðhöndla hvolpana daglega. Uppalarinn á að taka hvolpinn frá hópnum og nostra við hann, láta vel að honum og tala við hann. Því meira sambandi við vingjarnlegar manneskjur, bæði börn og fullorðna, sem hvolpurinn er í á þessu tímabili því betra.
5 – 7 vikna: Tímabil félagslegrar aðlögunar
Það er á þessu tímabili sem hvolparnir byrja að átta sig á valdaröðinni í hópnum. Augu og eyru hvolpsins hafa nú náð fullum þroska og hreyfiþroskinn ætti að vera kominn.
Ef það er mögulegt ættu hvolparnir að fá að skoða sig um í garðinum daglega.
7 – 12 vikna: Tímabil leiðtogaaðlögunar
Leiðtogaaðlögun hvolpsins þróast á þessu tímabili. Hvolpurinn hefur nú náð svo langt í andlegum þroska að það er hægt að hefja þjálfun. Hvolpurinn hefur þörf fyrir að upplifa velgengni og það örvar síðan frumkvæði hans til að leysa þrautir í framtíðinni.
Það er sömuleiðis mikilvægt og hvolpurinn upplifi eins mikið af jákvæðum hlutum og mögulegt er á þessu tímabili þar sem hann geymir þessa upplifun sem varanlegar minningar. Góðar minningar gefa af sér glaðan og rólegan, fullvaxinn hund en slæmar eða engar minningar gefa af sér hræddan og órólegan hund. Þessi mikilvæga aðlögun á að halda áfram bæði á og fyrir utan nýja heimili hvolpsins. Látið hvolpinn heilsa ókunnum, vinsamlegum manneskjum.
Takið líka hvolpinn með á ókunna staði og byrjið umhverfisþjálfunina. Byrjið á stuttum ferðum í rólegu umhverfi. Það er mikilvægt að þið komið fram sem góðir leiðtogar alveg frá byrjun og sýnið hvolpinum hvenær, hvar og hverja/hvað hvolpurinn á að umgangast.
3 – 4 mánaða: Staðan í hópnum
Nú mun hvolpurinn væntanlega reyna að komast hærra í valdaröðinni og ögra öðrum í hópnum. Það er mikilvægt að hundinum takist ekki að stjórna því sem gerist á heimilinu. Maður þarf að hjálpa hundinum blíðlega að skilja reglurnar á heimilinu og þar með finnur hann sinn rétta stað í „hópnum“.
Ef menn hafa þjálfað hundinn frá 8 vikna aldri á hann að geta látið undan og það er mjög góð æfing til að beina frá tilraunum hvolpsins til að stjórna.
Maður getur líka grætt á því að gera nokkrar samvinnuæfingar með hvolpinum sem mun styrkja samstarfið við leiðtogana og staðfesta jákvæða forystu. Verið þolinmóð og æfið aðeins í stuttan tíma í hvert skipti.
Það á áfram að vera jákvæð upplifun fyrir hvolpinn að hitta ókunnuga og vera í nýju umhverfi.
Á þessu tímabili missir hvolpurinn fyrstu tennurnar og fær nýjar og þess vegna tyggur hann og nagar mikið. Sjáið til þess að hvolpurinn geti tuggið góða hluti til að draga úr sársauka í aumum gómi annars finnur hann eitthvað til að naga.
4 – 8 mánaða: Tímabil rólegheita og aukins jafnvægis
Hormónaframleiðsla hvolpsins er nú komin í jafnvægi og þess vegna einkennist tímabilið af rólegheitum. Hvolpurinn er mjög móttækilegur fyrir námi. Það er tilvalið að fara með hvolpinn í hvolpaþjálfun á þessu tímabili. Valdaröðin ætti nú að vera komin á hreint.
Það er þægilegast fyrir hundinn, og þess vegna árangursríkasta námsaðferðin, að gera þjálfunina að leik. Allt nám ætti þess vegna að vera skemmtilegt því það er þægilegasta aðferðin við að læra, bæði fyrir hundinn og eigandann. Hundurinn man eftir skemmtilegu námi og er tilbúnari að reyna sjálfur að leysa verkefni.