Fimm punkta áætlun um líkamshreysti

Fimm punkta áætlun um líkamshreysti

 

Aukin líkamshreysti 

 

Hundurinn lifir í núinu. Hann getur hvorki skipulagt né gert ráðstafanir. Þess vegna getur hann ekki fengið útrás fyrir orkuna. Það verðið þið að gera fyrir hann þannig að hann missi ekki áhugann á að gera eitthvað vegna ofreynslu.

Fimm punkta áætlun okkar hjálpar við þetta
1. Skref fyrir skref kemst maður í varanlegt og gott form

Vöðvar þurfa að fá tíma til að byggjast upp. Fyrstu æfingarnar mega þess vegna aðeins standa yfir í nokkrar mínútur og þá er best að nota frjálsan leik. Þrjú til fjögur skipti á dag, 10 mínútur í senn, er nóg til að byrja með. Þið eigið ekki að lengja æfingatímann fyrr en hundurinn vill greinilega fá meira. Eftir langan æfingatíma, þar sem gengur á kraftana, hefur sá fjórfætti þörf fyrir langa hvíld.

2. Það er ekki gott að æfa með fullan maga
Hraðar og ákafar hreyfingar eftir ríkulega máltíð geta í versta falli haft vambþembu í för með sér. Í besta falli verður vinur ykkur fljótt þreyttur því efnaskiptin eru mjög virk og þau draga úr hreyfigetu líkamans. Þar fyrir utan: Hver lætur hvetja sig með hundanammi þegar hann er alveg saddur? Þið þurfið því að skipuleggja æfingatímann þannig að það séu a.m.k. tveir tímar frá síðustu máltíð til æfingarinnar. Strax eftir æfinguna ættuð þið að unna hundinum ykkar hvíldar í a.m.k. einn tíma áður en hann fær leyfi til að borða sig saddan.

3. „Power“ – matur og þrekíþróttir
Við stífar æfingar sækja vöðvarnir nauðsynlega orku í fituforðann. Það þarf því að byggja hann upp aftur. Þar fyrir utan missir líkaminn mikinn vökva því hundurinn tekur andköf og það þarf því að fá sér vökva. Þetta tap þarf að jafna með rétta fóðrinu. Aðalmáltíð hundsins á helst að vera um kvöld á undan löngum hvíldartíma. Gætið þess að samsetning fóðursins sé í samræmi við þarfir hins virka hunds þannig að hann taki líka þátt í þjálfuninni af endurnýjuðum krafti og áhuga næsta dag. Hundurinn á að sjálfsögðu að hafa aðgang að fersku vatni allan sólarhringinn þannig að hann geti strax bætt sér upp vökvatapið sem hann hefur orðið fyrir við hreyfinguna.

4. Lítið hundanammi eftir stór verkefni
Þegar koma ný verkefni getið þið notað leikfang eða hundanammi til að auka námsáhugann. Þessi umbun þarf samt að vera auðmelt og má ekki trufla hundinn lengi.

5. Líkamsástand með „stop & go“

Fulla ferð áfram. Það er eðlilegt atferli hjá hundinum ykkar. Innibyrgð orka þarf að fá útrás. Ef ekki er hægt að hafa hemil á henni mun fjórfætti vinur ykkar hella sér út í æfingarnar af slíkum áhuga að hann er nánast örmagna eftir korter. Það eru bara þið sem vitið hve langur og ákafur æfingatíminn á að vera og því verður að halda aftur af hundinum. Eftir leikinn í byrjun komið þið með rólega æfingu eins og að læra að ganga „við hæl“ til að draga úr mesta kraftinum. Og ef ykkur finnst að skapið sé að hlaupa með æfingafélaga ykkar í gönur lækkið þá róminn, hreyfið ykkur hægt og haldið áfram með rólega æfingu.Ef þið haldið áfram að vinna á þann hátt komið þið í veg fyrir auma vöðva og gefið hundinum ykkar tækifæri til að vera í góðu formi í mörg ár.